Running Tide á Íslandi

Bætt heilsa sjávar er lykillinn að lausn á loftslagsvandanum. Við hröðum ferlum hafsins til að fanga kolefni og bætum með því heilsu sjávar

Hvað gerum við?

Running Tide þróar áhrifaríkar aðferðir til að bæta heilsu sjávar. Lausnir Running Tide, sem byggja á traustum vísindalegum grunni, eru meðal annars:

Kolefnisförgun

e. Carbon Removal
Við höfum þróað sjálfbærar aðferðir sem hraða náttúrulegu kolefnisjöfnunarferli hafsins með því að flytja kolefni úr hröðu kolefnishringrásinni í þá hægu og geyma kolefni í djúpsjó í hundruðir ára.

Endurheimt vistkerfa

e. Ecosystem Restoration
Við vinnum að bættri heilsu sjávar með því að endurheimta vistkerfi, þar á meðal með endurheimt skelfisksbúsvæða, ræktun þara við strandlengjur og endurnýjun tegunda sem eiga undir högg að sækja vegna ofveiði eða versnandi heilsu sjávar.

Hvernig virkar kolefnishringrásin?

Hringrás kolefnis á jörðu skiptist í tvö kerfi: ‍

Infographic Carbon Cycle – Running Tide

1. Hæga hringrás, sem bindur kolefni í djúpsjó, jarðfræðilegum lögum og steinefnum yfir þúsund til milljón ára (jarðfræðilegur tímaskali), og skilar kolefni í hröðu hringrásina í gegnum eldgos og aðrar jarðhræringar.

2. Hraða hringrás, þar sem kolefni flæðir hratt (mennskur tímaskali) á milli andrúmslofts, lífhvolfs og yfirborðssjávar. Kolefnið getur færst á skömmum tíma í gegnum kerfið, allt frá örfáum dögum til nokkurra ára.

Frá tímum iðnbyltingarinnar hefur mannkynið tekið allt að 1,5 trilljón tonn af kolefni úr hægu hringrásinni, með því að grafa upp og brenna kolum og olíu. Magn kolefnis sem nú er í hröðu hringrásinni er því of hátt og það hefur slæmar afleiðingar á borð við hnattræna hlýnun og súrnun sjávar. Til að leysa loftslagsvandann þurfum við að skila kolefninu aftur í hægu hringrásina.

Frekari upplýsingar um kolefnishringrásina má fá í ritgerðinni okkar: “Carbon Removal Is Mass Transfer From Fast to Slow Carbon Cycles”

Viltu vinna með okkur?

Starfsemi okkar byggir á breiðum grunni vísinda, þekkingar og sérhæfingar. Starfsmannaflóra fyrirtækisins er því fjölbreytt. Hjá okkur starfa verkfræðingar og sjómenn við hlið líffræðinga og erfðafræðinga. Forritarar og sérfræðingar í líftækniferlum vinna með stálsmiðum og gagnavísindafólki.

Staðsetningar á Íslandi

Office on a street corner on a bustling street with people walking around.

Reykjavík - Skrifstofa

Heimilisfang: Lækjargata 2, 101 Reykjavík

Grundartangi – running tide

Grundartangi - Framleiðsla og þróun, útgerð

Heimilisfang: Klafastaðavegur 5-7-9, Grundartangi.

A woman working in a research center reading a handheld device.

Akranes - Líftæknisetur, þörungarækt, skrifstofa

Heimilisfang: Bárugata 8-10, 300 Akranes

Hafðu samband við okkur

Ekki hika við að hafa samband á iceland@runningtide.com ef þú hefur einhverjar spurningar.